Snortin snerting 

Ólafur Gíslason, úr bókinni: Snertingar, Reykjavík, 2004, p. 48-53

 

Snortin snerting  

Ég á í vandræðum með að nefna líkama minn. Ef ég nefni hann til dæmis með orðunum „líkami minn“, þá er ég að greina hann frá sjálfum mér eins og hann væri einhver hlutur sem „ég“ á. Hver er þessi „ég“ sem er eigandi að líkama mínum? Er hann utan líkamans eða á hann sér sjálfstæða efnislausa tilveru einhvers staðar undir húðinni sem óáþreifanleg vera eða hugmynd? Eða er þessi „ég“ sjálfur líkaminn af holdi og blóði, og „líkami minn“ þá einungis efnislaus hugmynd? Sannleikurinn er sá að „líkami minn“ er hvort tveggja í senn, efnislegur hlutur, og sem slíkur hluti af efnisheiminum í heild sinni, og jafnframt lifandi skynvera sem skynjar heiminn og skynjar sjálfa sig um leið með öðrum hætti en alla heimsins líkami. Líkami minn og sjálfsvitund verða ekki aðskilin án þess að missa fótfestu sína. Um leið og ég nefni „líkama minn“ er hann orðinn annar en hann var, og sú mynd hans sem felst í orðinu, tilheyrir bæði liðnum tíma og dauðum hlut, líki sem er ekki lengur til öðruvísi en sem hugmynd eða hugsun. Um leið og ég greini hugsun mína og vitund frá líkamanum er hún orðin að abstrakt hugmynd, sem farin er að hugsa sjálfa sig hugsandi. 

Líkami okkar er, eins og Maurice Merleau-Ponty hefur bent á1, bæði sjáandi og sýnilegur. Og það sem meira er, hann er sýnilegur sjálfum sér að minnsta kosti að vissu marki. Rétt eins og hann snertir umheiminn um leið og hann getur snert sjálfan sig. Rétt eins og hann heyrir hávaða heimsins um leið og hann heyrir eigin rödd og æðaslátt. Orðin sem ég gef líkama mínum drepa viðfang sitt í vissum skilningi, rétt eins og myndin sem ég mála af því. Líkaminn afhjúpar í raun þá þversögn sem fólgin er í aðskilnaði hugveru og hlutveru, hugsunarinnar og hlutarins sem hún hugsar, þá þversögn sem lá til grundvallar öllu heimspekikerfi Descartes: „cogito, ergo sum“, ég hugsa, þess vegna er ég. Samkvæmt þessari frumforsendu er líkaminn í raun og veru hugmynd hugsunarinnar, hugsunar sem á sér enga líkamlega forsendu en hugsar líkama sinn sem utanaðkomandi viðfang, res extensa.

Með því að skilja fullkomlega á milli hugsunarinnar og þess sem hún hugsar, eins og um tvö óháð fyrirbæri væri að ræða, hafa vísindi samtímans tekið hlutina í gíslingu hugsunar sem skilgreinir sig óháða líkamanum. Á þessum forsendum hefur maðurinn skapað hinn stórbrotna tækniheim sinn en er um leið á góðri leið með að glata tengslum sínum við líkama sinn og náttúruna sem lifandi veru er mótar hugsun okkar í gagnkvæmum og órjúfanlegum samskiptum í gegnum það rými og þann tíma sem líkami okkar fyllir með vitund sinni, ásetningi og veru í heiminum.

Þetta vandamál verður enn áþreifanlegra þegar við reynum að losa okkur úr hefðarviðjum hins talaða tungumáls og lítum til sjónarinnar og sjónskynsins sérstaklega. Um leið og ég opna augun hef ég heiminn innan seilingar og er orðinn sýnilegur hluti hans, einnig gagnvart sjálfum mér. Um leið og ég sný mér við skapast nýtt sjónarhorn mitt á heiminn og heimurinn sér mig frá nýju sjónarhorni um leið. Mynd mín af heiminum er órjúfanlega bundin ásetningi mínum og hreyfingu, og það eru ásetningur minn og hreyfing sem skapa síbreytilega mynd mína gagnvart heiminum. Opin eru augu mín á stöðugri hreyfingu, rétt eins og hjartað, og það er heimurinn líka. Hlutirnir eiga sér ekki óbreytanlega mynd, heldur forgengilega, eins og Platon benti réttilega á. Breytileiki hlutanna er meðal annars háður ásetningi mínum og afstöðu líkamans til þeirra.

Um þetta segir Merleau-Ponty: „Líkaminn er það rými sem elur sálina af sér og hann er mælikvarði og frumforsenda alls annars rýmis. Þannig verður sjónin tvöföld: það er sú sýn sem ég hugleiði, sem ég get ekki hugleitt nema sem hugsun, rannsókn Andans, dómur og lestur merkjanna. Síðan höfum við þá sýn sem á sér stað, hugsun í æðra veldi, innilokuð í eigin líkama, líkama sem við getum ekki einu sinni hugleitt án þess að virkja hann og sem setur upp sjálfstæða reglu á milli rýmis og hugsunar er byggir á sál og líkama. Þetta leysir ekki ráðgátu sjónarinnar, en færir hana frá „hugsuninni um sjónina“ yfir á hina virku sjón.“2

Það er hin virka sjón sem er hér og nú, rétt eins og líkami minn. Hann er hvergi annars staðar en hér og nú. Það er meðal annars þess vegna sem ég á erfitt með að nefna hann. Um leið og ég nefni hann er hann orðinn að hugsun um skynjunina, hugsunin um það sem ég sá, fann eða snerti. 

Hoc est enim corpus meum (Hér er vissulega líkami minn) voru orð Krists til lærisveinanna við síðustu kvöldmáltíðina þegar hann braut brauðið og gaf þeim að eta. Þetta eru líka upphafsorðin í hinu sérstæða riti franska heimspekingsins Jean-Luc Nancy, Corpus, þar sem hann setur sér það óframkvæmanlega verkefni að skrifa sjálfan líkamann af holdi og blóði – í stað þess að skrifa um hann sem hvern annan hlut eða lík, eins og okkur hefur verið kennt. Það er engin tilviljun að þessi orð Krists hafa verið endurtekin daglega og oft á dag í öllum kristnum kirkjum frá upphafi kristindómsins, segir Nancy. Okkar vestræna menning er öll gegnsýrð af hugsuninni um líkama Guðs. Það er með fórn þessa líkama, í þessu brauði og víni, sem Guð boðar okkur brotthvarf sitt og fjarvist sína og ósegjanleika sinn, um leið og hann býður okkur að samsamast honum í þessum ummyndaða líkama brauðsins og vínsins. Það er hins vegar skoðun Nancy að fátt sé mikilvægara en að halda áfram orðræðunni um það sem ekki sé hægt að nefna, því engin orðræða sé í raun mikilvægari. Þess vegna einsetur hann sér að skrifa líkamann, ekki til þess að lýsa honum með lýsingarorðum líffærafræðinnar eða skilgreina hann í mælieiningum hæðar, ummáls eða rúmmáls. Að skrifa líkamann er eitthvað í líkingu við það að snerta hann með tungumálinu með áþreifanlegum hætti þannig að við verðum líkamlega snortin. Það kallar á nýja tegund af skrift, sem er handan allrar hefðbundinnar heimspekiorðræðu og snertir hina beinu skynjun, snertingu þess líkama sem er um leið snortinn af eigin snertingu.

Hin hetjufulla atlaga Jean-Luc Nancy að því óvinnandi verki að skrifa líkamann með skrift sinni opnar okkur sýn inn í það svarthol og þann ósýnileika sem tengir hugveru og hlutveru með áþreifanlegum og skynjanlegum hætti. Þessi atlaga á það sameiginlegt með málaralistinni að í verki sínu leggur Nancy líkama sinn í skriftina með hliðstæðum hætti og málarinn leggur líkama sinn í málverkið. Starf málarans er líkamleg iðja, og hjá Nancy er skriftinni ætlað að verða, eins og málaralistinni, holdtekja orðsins; hann einsetur sér að snerta lyklaborð tölvu sinnar með því sama líkamlega örlæti og málarinn snertir léreft sitt með hönd sinni og pensilstroku: Hoc est enim corpus meum.  

Merki sjálfsins er sjálfsvera merkisins, þetta er hin tvöfalda formúla líkamans í öllum þekkjanlegum myndum hans...líkaminn merkir sig sem líkami hinnar skynjuðu innri veru: okkur nægir að sjá allt það sem um mannslíkamann er sagt, um upprétta stöðu hans, um viðnám þumalfingurs hans, um „augun hans þar sem holdið verður sál“ (Proust). Þannig kynnir líkaminn sjálfsveru merkisins, hina fullkomnuðu samsemd táknsins og táknmiðs þess, endalok hins ytri veruleika, skynjunina í skynjanleikanum – hoc est enim.“3

Snerting þessa merkis líkamans, sem er þess eigin sjálfsvera, verður leyndardómsfullur verknaður sem hverfur inn í sjálfan sig rétt eins og efnisheimurinn hverfur inn í hið altæka svarthol stjarneðlisfræðinnar samkvæmt kenningum fræðimanna á því sviði. Rétt eins og svartholið gleypir efnið, form þess og birtu, þannig opinberar snerting málarans og sjónskyns okkar við yfirborð léreftsins tómið sem myndast þar sem efnið hverfur inn í merkingu sína með áþreifanlegum hætti. Það er þessi leyndardómsfulla snerting augna og handar við yfirborð líkamans og léreftsins sem ég held að við sjáum í verkum Birgis Snæbjörns Birgis­sonar á þessari sýningu hans í Gerðarsafni.                                                                                 

Ólafur Gíslason

 

1 sbr L’Œil et l’Espirit, 1964 (síðasta ritgerð Ponty, þar sem hann fjallar um málaralistina, gefin út  3 árum eftir andlát hans 1961) og Le visible et l’invisible, 1964 (ófullgert handrit, einnig gefið út eftir andlát Ponty, þar sem hann fjallar um “sýnileika heimsins” og tengsl líkamans og holdsins við þennan sýnileika sem grundvöll nýrrar heimspekihugsunar). 

2 M. Merleau-Ponty: L’Œil et l’Espirit, 1964, hér stuðst við ítalska þýðingu Önnu Sordini, L’occhio e lo spirito, Milano 1989, bls. 39.

3 Jean-Luc Nancy: Corpus, ítölsk þýðing Antonella Moscati, Napoli 2001, bls. 61.

 

 

The impressed touch

Ólafur Gíslason, from the book: Touching, Reykjavík, 2004, p. 54-59

 

 

The impressed touch

I am having trouble naming my body. If I, for example, name it with the words “my body”, then I am at the same time distinguishing it from myself as if it was some kind of a “thing” that belonged to “me”. Who is this “me” that owns my body? Is he somewhere outside the body, or does he have an independent ethereal existence somewhere under my skin as a noncorporeal being or idea? Or is this “me” the body itself of flesh and blood, and “my body” only an idea without any material existence?

The truth is that “my body” is at the same time two things; a material thing, and as such a part of the material world as a whole, and a living and sensing being which perceives the world but senses itself at the same time in a different way from all other bodies of the world. My body and my selfconscious being can not be separated without losing their ground. As soon as I name “my body” it has become something different from what it was, and its image which is implicit in the word  belongs to time past as a dead object, a corpse that doesn’t exist anymore except as an idea or image. As soon as I distinguish my thought and my selfconsciousness from my body it becomes an abstract idea which now starts thinking itself thinking.

As Maurice Merleau-Ponty has pointed out1, our body is both seeing and visible. And what is more, it is visible to itself, at least up to a point. Just like it touches the world around and touches itself at the same time. Just like it hears the noise of the world and at the same time hears its own voice and the beat of its veins. The words I give to my body kill their signified object in a certain sense, just as the picture I paint of it. The living body really discloses the contradiction implicit in the division between the subject and its object, between thought and the thing it is thinking, the contradiction which was the premise of Descartes’ whole philosophical thought: “cogito, ergo sum”; I think, therefore I am. 

According to this primary premise the body exists as an idea of the thought, a thought without any physical or corporeal premise which thinks its own body as an extraneous object, res extensa.

By separating completely the thought and what it thinks, as if they were two unrelated phenomena, modern science has taken things as hostages of a thought which defines itself unrelated to the body. Using these premises Mankind has created its spectacular world of technology but is at the same time on its way of losing its connection to its body and to nature as a living being which forms our thoughts in a mutual and undivisible communion through the space and time our body is filling with its consciousness, intention and being in the world.

This problem becomes more evident if we try to liberate us from the fetters of linguistic traditions and focus on vision and visual perception instead. As I open my eyes I have the world within reach and become a visible part of it at the same time, also towards myself. As soon as I turn around I get a new perspective on the world and the world sees me from a different point of view as well. My image of the world is tied to my intention and my movement and it is my intention and my movements which create the everchanging image I have of the world. Open, my eyes are constantly moving as is my heart and the blood in my veins. So is the world too. The things of the world do not have an unmutable image, only temporary, as Plato rightly said. But the mutability of things is dependent on my movements and the positions of my body towards them.

On this Merleau-Ponty has made the following statement: “The body is the space which gives birth to the soul and it is the matrix of all other existing space. Thus vision becomes double: we have the vision I can reflect and which I can’t think but as a thought, inspection of the Spirit, judgement and reading of signs. And there is the vision that takes place, a honorary or institutionalised thought, closed inside one’s body, of which we can not have an idea without exercising it, a vision that introduces an autonomous rule of soul and body in relation to space and thought. This doesn’t eliminate the enigma of vision, but transfers it from the “thought about sight” to the vision in action.”2

It is the vision in action which is here and now, just like my body. It is nowhere else but here and now. This is one of the reasons why I have difficulties in naming it. As soon as I have mentioned it, it has become a thought about sense, a thought about what I saw, felt or touched.

Hoc est enim corpus meum (Here you have truly my own body) were Christ’s words to his disciples at the last supper when he broke the bread and gave them to eat. These are also the first words in the remarkable essay Corpus by the French philosopher Jean-Luc Nancy, where he is insisting on the impossible task of writing the human body of flesh and blood – instead of writing about it as any common thing or a corpse, as we have been used to. It is no coincidence, says Nancy, that these words of Christ have been repeated every day and repeatedly every day in all Christian churches from the beginning of Christianity. Our western culture is permeated by the thought of the body of God. It is in this offering of the body, in this bread and wine, that God predicts his imminent disappearance and his absence and his unspeakability at the same time as he offers us to join him in this metamorphosed body of bread and wine. Nancy is of the opinion that few things are as important as continuing the discussion on the unspeakable. No discourse is more important. That is why he insists on writing the body, not in order to describe it with the adjectives of anatomy or to define it with the measurements of height, volume or circumference. To write the body is something like touching it directly with the language so that we become physically touched. It demands a new type of writing which lies beyond all traditional philosophical discourse and regards direct perception, the touching of a body already touched by its own touch.

The heroic undertaking of Jean-Luc Nancy to insist on the impossible task of writing the body with his scripture opens for us the abyss of a black hole and invisibility which connects mind and body, subject and object in a sensible way. This undertaking has it in common with the art of painting that Nancy puts his own body into the scripture like the painter puts his own body into the act of painting. The work of the artist is a physical work and with Nancy his scripture is intended, like in the painting, to become the incarnation of the word. His intention is to touch the keyboard of his computer with the same physical generosity we can feel from the painter touching his canvas with his brushstrokes and his hands: Hoc est enim corpus meum

“The sign of the self is the self-being of the sign: this is the double formula of the body in all its knowable states and possibilities... the body signifies itself as a body of the sensed interiority: we only have to see everything that is said concerning the human body, its erect position, its resistant thumb, its “eyes where flesh becomes soul” (Proust). Thus the body presents the self-being of the sign, the completed comunion of signifier and signified, the end of exteriority, the sense of the sensible – hoc est enim.”3

The touch of this sign of the body, which is its own self-being, becomes a mysterious action which disappears into itself just like the material world disappears into the all-reaching black hole the astrophysicists have told us marks the end of the world. Just like the black hole swallows matter, its form and light, thus the painter touching the surface of the painting discloses the void created where matter disappears into its signification in a sensible way. It is, I believe, this mysterious touch of the eyes and the hand with the surface of the canvas that we can experience in the paintings of Birgir Snæbjörn Birgisson in his exhibition at Gerðarsafn.                                                                        

Ólafur Gíslason 

 

1 See: Maurice Merleau-Ponty: L’Œil et l’Espirit, Paris 1964, and Le visible et l’invisible, Paris 1964.

2 L’Œil et l’Espirit, here quoted from italian translation by Anna Sordini, L’occhio e lo spirito, Milan 1989, page 39.

3 Jean-Luc Nancy: Corpus, here quoted from italian translation by Antonella Moscati, Naples 2001, page 61.