http://birgirsnaebjorn.com/sites/default/files/IMG_2185final.pnghttp://birgirsnaebjorn.com/sites/default/files/IMG_2188final.pnghttp://birgirsnaebjorn.com/sites/default/files/IMG_2189final.pnghttp://birgirsnaebjorn.com/sites/default/files/IMG_2193final.pnghttp://birgirsnaebjorn.com/sites/default/files/IMG_2194final.pnghttp://birgirsnaebjorn.com/sites/default/files/IMG_2196final.pnghttp://birgirsnaebjorn.com/sites/default/files/IMG_2199final.pnghttp://birgirsnaebjorn.com/sites/default/files/IMG_2202final.pnghttp://birgirsnaebjorn.com/sites/default/files/IMG_2204final.pnghttp://birgirsnaebjorn.com/sites/default/files/IMG_2209final.pnghttp://birgirsnaebjorn.com/sites/default/files/IMG_2230final.pnghttp://birgirsnaebjorn.com/sites/default/files/birgissonbirgir4.png
/12

 

Ljóshærðir Listamenn

Lamineraðar ljósmyndir á mdf, 2009, 55 x 55 cm

Ljósmyndaröð af myndlistamönnum með ljósar hárkollur. Þar sem listamaðurinn er mátaður við staðalímyndir ljóskunnar. Þessi myndaröð rétt eins og allt sem ég vinn að er rökrétt framhald fyrri verka eða myndaraða.

Efitir að hafa hleypt myndaröðinni Ljóshærð ungfrú heimur 1951-, af stokkunum, þar sem staðalímynd fegurstu konu heims var skoðuð út frá heimi ljóskunnar, lá beinast við að halda þessari skoðun áfram en jafnframt líta sér nær.

Ég hef undanfarin misseri verið þátttakandi í umræðuhóp nokkura myndlistarmanna um sameiginlega sjálfsmynd. Ég fékk þá hugmynd að nota þann hóp í raun í þá félagslegu tilraun að allir yrðu ljóshærðir þó ekki væri nema örskotsstund á ljósmynd. Þáttakendurnir, listamennirnir, ljóshærðir eða ekki eru látnir setja upp ljósa hárkollu sem ekki bara gerir þá ljóshærða heldur í raun sameinar að einhverju leiti ímynd þeirra. Ljósmyndirnar tek ég sjálfur og vinn þær viljandi í anda skyndimynda þar sem þátttakandinn er enn að taka inn upplýsingarnar um verkefnið og ákveðin óvissa ríkir.

Þetta verk sannaði sig og í raun gerði sig strax í byrjun vinnslu þess þar sem hatrömm umræða skapaðist um tilgang og gerð þess og áttu nokkrir erfitt með að taka þátt, það er láta mynda sig með ljóshærða hárkollu, (sem ljóshærðan listamann).

Það sem heillaði mig við hugmyndina er í raun hvað hún snertir marga fleti í senn. Hún skapar vettvang félagslegrar eða kynjapólítiskar umræðu auk vísana í þá sameiginlegu, mannlegu þörf/vilja að umbreyta sér í einhvern annan en maður er.

Fljótlega áttaði ég mig á því að sennilega væri rétt að stækka myndaröðina og gera úr þessu enn stærri og sístækkandi myndaröð með heitið Ljóshærðir listamenn.

Rétt eins og í mörgum fyrri verka minna er það fjöldinn og endurtekninginn sem er  mikilvægust.  Fjöldinn í raun á helgar meðalið, en endurtekningin afhelgar það aftur.

Þessi myndaröð verður í vinnslu næstu ár. Hluti hennar verður á sýningu í Tallinn, Eistlandi, 2009.

 

Blond Artists

Laminated photgraphs on mdf, 2009, 55 x 55 cm

Series of photographs of artists with blond wigs. Where the artist is measured up against the the stereotype of the blonde. This series is in logic continuation from other works of mine.

After having launched the series Blonde Miss World 1951–, where the sterotype of the most beautiful woman of the world is viewed from the standpoint of the blonde, it seemed logic to continue that research, but this time not look that far away.

I have been taking part in a discussion group of a few artists focusing on collective Identity. I got the idea to use that group to do a sociological research, to make all the participants blond haired, though even just for a split second on a photo. The participants, the artists blond or not, are made to wear a blond wig that not only makes them blond but in a a way unites their self image. The photographs are taken by myself and are willingly meant to be snapshots where the participant is still taking in the information about the project and a certain uncertainty is evident.

This project prooved its worth right from the beginning where a rather critical discussion started about its meaning and its excistence and a few participants had some serious questions about taking part, that is having themselves photographed with a blond wig, (as a blond artist).

What interests me about the idea is the fact that it brings up so many concerns at the same time. It opens up a sociological and a gender political dialogue as well as giving reference to the human need/readiness to transfigure one self.

Soon I found out that it would probably make sense to make the series even bigger and growing, with the same title, Blond artists.

Just as before in many of my works its the number and the repetition which is most important. The number in fact increases the drift, while the repetition decreases it again.

This is an ongoing project. The first part of it will be on show in Tallinn Estonia in 2009.