http://birgirsnaebjorn.com/sites/default/files/vigfussnerting2.pnghttp://birgirsnaebjorn.com/sites/default/files/vigfussnerting.pnghttp://birgirsnaebjorn.com/sites/default/files/sar2_rett.pnghttp://birgirsnaebjorn.com/sites/default/files/sar_rett.pnghttp://birgirsnaebjorn.com/sites/default/files/snertingar_sar3.pnghttp://birgirsnaebjorn.com/sites/default/files/snertingar_sar4.png
/6

 

Snertingar - Sár

Oil on canvas, 2003-2004, breytiliegar stærðir. Ljósmyndir: Vigfús Birgisson

Snortin snerting  

Ég á í vandræðum með að nefna líkama minn. Ef ég nefni hann til dæmis með orðunum „líkami minn“, þá er ég að greina hann frá sjálfum mér eins og hann væri einhver hlutur sem „ég“ á. Hver er þessi „ég“ sem er eigandi að líkama mínum? Er hann utan líkamans eða á hann sér sjálfstæða efnislausa tilveru einhvers staðar undir húðinni sem óáþreifanleg vera eða hugmynd? Eða er þessi „ég“ sjálfur líkaminn af holdi og blóði, og „líkami minn“ þá einungis efnislaus hugmynd? Sannleikurinn er sá að „líkami minn“ er hvort tveggja í senn, efnislegur hlutur, og sem slíkur hluti af efnisheiminum í heild sinni, og jafnframt lifandi skynvera sem skynjar heiminn og skynjar sjálfa sig um leið með öðrum hætti en alla heimsins líkami. Líkami minn og sjálfsvitund verða ekki aðskilin án þess að missa fótfestu sína. Um leið og ég nefni „líkama minn“ er hann orðinn annar en hann var, og sú mynd hans sem felst í orðinu, tilheyrir bæði liðnum tíma og dauðum hlut, líki sem er ekki lengur til öðruvísi en sem hugmynd eða hugsun. Um leið og ég greini hugsun mína og vitund frá líkamanum er hún orðin að abstrakt hugmynd, sem farin er að hugsa sjálfa sig hugsandi.

Ólafur Gíslason, Snortin snerting, úr bókinni: Snertingar, Reykjavík 2004

 

Touching - Wounds

Oil on canvas, 2003-2004, variable sizes. Photographs: Vigfús Birgisson

The impressed touch 

I am having trouble naming my body. If I, for example, name it with the words “my body”, then I am at the same time distinguishing it from myself as if it was some kind of a “thing” that belonged to “me”. Who is this “me” that owns my body? Is he somewhere outside the body, or does he have an independent ethereal existence somewhere under my skin as a noncorporeal being or idea? Or is this “me” the body itself of flesh and blood, and “my body” only an idea without any material existence? The truth is that “my body” is at the same time two things; a material thing, and as such a part of the material world as a whole, and a living and sensing being which perceives the world but senses itself at the same time in a different way from all other bodies of the world. My body and my selfconscious being can not be separated without losing their ground. As soon as I name “my body” it has become something different from what it was, and its image which is implicit in the word  belongs to time past as a dead object, a corpse that doesn’t exist anymore except as an idea or image. As soon as I distinguish my thought and my selfconsciousness from my body it becomes an abstract idea which now starts thinking itself thinking. 

Ólafur Gíslason, The Impressed touch, from the book: Touching, Reykjavík 2004